Forsetinn segir okkur hvað hann ætli sér að gera við Icesave í fyrramálið.

Ég er eins og margir aðrir landar mínir eru lang þreyttur á talinu á Icesave. Þess vegna eigum við að koma því burt með því að forseti Íslands staðfesta EKKI frumvarpið. Ég skora á forsetann að skrifa EKKI undir frumvarpið og láta reina á hann fyrir dómstólum. Hvar stendur það að við eigum að borga skuldir óreiðumanna? Ég hef alltaf borgað mínar skuldir úr eigin vasa og ætla mér ekki að borga skuldir óreiðumanna þjóðarinnar. Spillingu er aldrei hægt að afstýra með öllu sama hver á í hlut og alveg sama í hvaða flokki hann/hún er. Þetta er meðfæddur (ó)meðvitaður sjúkdómur okkar mannfólksins. Það sem forseti Íslands ætlar að tilkynna í fyrramálið það sem hann ætlar að gera í sambandi við Icesave mun ráðast af því hvort landið sé byggilegt eða ekki,fyrir unga fólkið sem á að taka við af okkur eldra fólkinu um ókomna framtíð. Er ég tilbúinn til þess að láta barnabörnin mín þræla fyrir afborgunum óreiðumanna? NEI. Það er ég ekki. Með undirritun samningsins gerir lífróðurinn erfiðari hér á landi en ella hefði verið. Höldum áfram að byggja okkar land (eyju)til framtíðar. Við höfum áður þurft að herða sultarólina. Ef forsetinn undirritar ekki Icesave frumvarpið munum við sjá hverjir eru vinaþjóðir okkar í verki en ekki eingöngu á borði. Látum hart mæta hörðu herra Forseti. 
mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála

Sigurður Haraldsson, 4.1.2010 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Össur P. Valdimarsson
Össur P. Valdimarsson
Er atvinnubílstjóri
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband